Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 14:53 Icelandair fékk nýverið leyfi til að fljúga 170 flugferðir á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Vísir/Vilhelm Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29