Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs. Vísir/Sigurjón Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn. Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira