Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 20:53 Marokkó náði í jafntefli gegn Gabon í kvöld og tryggði sér þar með sigur í C-riðli Afríkumótsins. EPA-EFE/Jalal Morchidi Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum. Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira