Flokkum og skilum Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 09:31 Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sorpa Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun