Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert Ellen Calmon skrifar 19. janúar 2022 11:30 Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun