„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. janúar 2022 21:59 Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaraðgerðir á föstudag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41