Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 15:31 Benedikt páfi, sem áður hét Joseph Ratzinger. AP/Sven Hoppe Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum. Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum.
Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira