Giannis dró vagninn í naumum sigri | Curry tryggði sigurinn með flautukörfu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:35 Stephen Curry reyndist hetja Golden State Warriors í nótt. Lachlan Cunningham/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hélt áfram í nótt með ellefu leikjum. Giannis Antetokounmpo dró sína menn í Milwaukee Bucks yfir endalínuna í naumum fjögurra stiga sigri gegn Chicago Bulls, 94-90, og Steph Curry reyndist hetja Golden State Warriors er liðið lagði Houston Rockets 105-103. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira