Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2022 11:44 Eyjur Tonga eru þakktar ösku og vatnsból eru menguð. AP/Maxar Technologies Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. Íbúar Tonga standa frammi fyrir gífurlega umfangsmiklu hreinsunarstarfi en flóðbylgjan sem skall á eyjunum er talin hafa haft áhrif á meira en 80 prósent þeirra. Öskufallið hefur áhrif á þau öll en drykkjarból eyjanna eru menguð af bæði ösku og sjó. Hamfarirnar höfðu einnig slæm áhrif á uppskeru á eyjunum. Ríkisstjórn Tonga hefur lýst hamförunum sem fordæmalausum og er búið að lýsa yfir mánaðar neyðarástandi. Til stendur að flytja íbúa sem misstu heimili sín þegar allt að fimmtán metra há flóðbylgja skall á eyjunum til höfuðborgar Tongo vegna skorts á drykkjarvatni og matvælum. Það gæti þó reynst erfitt þar sem fjarskipti á svæðinu eru enn stopul. Það sama má segja um samgöngur en öskufallið hefur skemmt báta og stöðvað flugferðir. Aðstoð hefur borist frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ótti íbúa Tonga við kórónuveiruna hefur komið niður á hjálparstarfi. Kórónuveiran hefur hingað til ekki teygt anga sína til eyjaklasans, nema einu sinni, og ríkisstjórn Tonga vill halda því þannig. Íbúar Tonga munu því ekki eiga í samskiptum við hermenn Ástralíu og Nýja-Sjálands sem flytja birgðir og búnað til eyjanna. Fólk sem vill fara til Tonga þarf fyrst að fara í þriggja vikna einangrun og vörubretti eru geymd í 72 klukkustundir áður en yfirvöld á Tonga dreifa birgðum til íbúa. Þrátt fyrir erfiðleikana segjast íbúar Tonga staðráðnir í því að klára endurbygginguna og koma lífi sínu í eðlilegt horf aftur. Hér má sjá mynd af Nomuka sem tekin var í ágúst 2020.AP/Maxar Technologies Þessi mynd af Nomuka var tekin þann 20. janúar.AP/Maxar Technologies Tonga Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Íbúar Tonga standa frammi fyrir gífurlega umfangsmiklu hreinsunarstarfi en flóðbylgjan sem skall á eyjunum er talin hafa haft áhrif á meira en 80 prósent þeirra. Öskufallið hefur áhrif á þau öll en drykkjarból eyjanna eru menguð af bæði ösku og sjó. Hamfarirnar höfðu einnig slæm áhrif á uppskeru á eyjunum. Ríkisstjórn Tonga hefur lýst hamförunum sem fordæmalausum og er búið að lýsa yfir mánaðar neyðarástandi. Til stendur að flytja íbúa sem misstu heimili sín þegar allt að fimmtán metra há flóðbylgja skall á eyjunum til höfuðborgar Tongo vegna skorts á drykkjarvatni og matvælum. Það gæti þó reynst erfitt þar sem fjarskipti á svæðinu eru enn stopul. Það sama má segja um samgöngur en öskufallið hefur skemmt báta og stöðvað flugferðir. Aðstoð hefur borist frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ótti íbúa Tonga við kórónuveiruna hefur komið niður á hjálparstarfi. Kórónuveiran hefur hingað til ekki teygt anga sína til eyjaklasans, nema einu sinni, og ríkisstjórn Tonga vill halda því þannig. Íbúar Tonga munu því ekki eiga í samskiptum við hermenn Ástralíu og Nýja-Sjálands sem flytja birgðir og búnað til eyjanna. Fólk sem vill fara til Tonga þarf fyrst að fara í þriggja vikna einangrun og vörubretti eru geymd í 72 klukkustundir áður en yfirvöld á Tonga dreifa birgðum til íbúa. Þrátt fyrir erfiðleikana segjast íbúar Tonga staðráðnir í því að klára endurbygginguna og koma lífi sínu í eðlilegt horf aftur. Hér má sjá mynd af Nomuka sem tekin var í ágúst 2020.AP/Maxar Technologies Þessi mynd af Nomuka var tekin þann 20. janúar.AP/Maxar Technologies
Tonga Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05