Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2022 11:44 Eyjur Tonga eru þakktar ösku og vatnsból eru menguð. AP/Maxar Technologies Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. Íbúar Tonga standa frammi fyrir gífurlega umfangsmiklu hreinsunarstarfi en flóðbylgjan sem skall á eyjunum er talin hafa haft áhrif á meira en 80 prósent þeirra. Öskufallið hefur áhrif á þau öll en drykkjarból eyjanna eru menguð af bæði ösku og sjó. Hamfarirnar höfðu einnig slæm áhrif á uppskeru á eyjunum. Ríkisstjórn Tonga hefur lýst hamförunum sem fordæmalausum og er búið að lýsa yfir mánaðar neyðarástandi. Til stendur að flytja íbúa sem misstu heimili sín þegar allt að fimmtán metra há flóðbylgja skall á eyjunum til höfuðborgar Tongo vegna skorts á drykkjarvatni og matvælum. Það gæti þó reynst erfitt þar sem fjarskipti á svæðinu eru enn stopul. Það sama má segja um samgöngur en öskufallið hefur skemmt báta og stöðvað flugferðir. Aðstoð hefur borist frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ótti íbúa Tonga við kórónuveiruna hefur komið niður á hjálparstarfi. Kórónuveiran hefur hingað til ekki teygt anga sína til eyjaklasans, nema einu sinni, og ríkisstjórn Tonga vill halda því þannig. Íbúar Tonga munu því ekki eiga í samskiptum við hermenn Ástralíu og Nýja-Sjálands sem flytja birgðir og búnað til eyjanna. Fólk sem vill fara til Tonga þarf fyrst að fara í þriggja vikna einangrun og vörubretti eru geymd í 72 klukkustundir áður en yfirvöld á Tonga dreifa birgðum til íbúa. Þrátt fyrir erfiðleikana segjast íbúar Tonga staðráðnir í því að klára endurbygginguna og koma lífi sínu í eðlilegt horf aftur. Hér má sjá mynd af Nomuka sem tekin var í ágúst 2020.AP/Maxar Technologies Þessi mynd af Nomuka var tekin þann 20. janúar.AP/Maxar Technologies Tonga Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Íbúar Tonga standa frammi fyrir gífurlega umfangsmiklu hreinsunarstarfi en flóðbylgjan sem skall á eyjunum er talin hafa haft áhrif á meira en 80 prósent þeirra. Öskufallið hefur áhrif á þau öll en drykkjarból eyjanna eru menguð af bæði ösku og sjó. Hamfarirnar höfðu einnig slæm áhrif á uppskeru á eyjunum. Ríkisstjórn Tonga hefur lýst hamförunum sem fordæmalausum og er búið að lýsa yfir mánaðar neyðarástandi. Til stendur að flytja íbúa sem misstu heimili sín þegar allt að fimmtán metra há flóðbylgja skall á eyjunum til höfuðborgar Tongo vegna skorts á drykkjarvatni og matvælum. Það gæti þó reynst erfitt þar sem fjarskipti á svæðinu eru enn stopul. Það sama má segja um samgöngur en öskufallið hefur skemmt báta og stöðvað flugferðir. Aðstoð hefur borist frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ótti íbúa Tonga við kórónuveiruna hefur komið niður á hjálparstarfi. Kórónuveiran hefur hingað til ekki teygt anga sína til eyjaklasans, nema einu sinni, og ríkisstjórn Tonga vill halda því þannig. Íbúar Tonga munu því ekki eiga í samskiptum við hermenn Ástralíu og Nýja-Sjálands sem flytja birgðir og búnað til eyjanna. Fólk sem vill fara til Tonga þarf fyrst að fara í þriggja vikna einangrun og vörubretti eru geymd í 72 klukkustundir áður en yfirvöld á Tonga dreifa birgðum til íbúa. Þrátt fyrir erfiðleikana segjast íbúar Tonga staðráðnir í því að klára endurbygginguna og koma lífi sínu í eðlilegt horf aftur. Hér má sjá mynd af Nomuka sem tekin var í ágúst 2020.AP/Maxar Technologies Þessi mynd af Nomuka var tekin þann 20. janúar.AP/Maxar Technologies
Tonga Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05