„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 11:33 Bjarni Benediktsson var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Arnar Þór Jónsson var í því fimmta, en maðurinn í fjórða komst á þing. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44