„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 11:33 Bjarni Benediktsson var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Arnar Þór Jónsson var í því fimmta, en maðurinn í fjórða komst á þing. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44