Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:31 Deilum innan Hundaræktarfélagsins var vísað frá Héraðsdómi í dag. Getty Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu. Dómsmál Hundar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu.
Dómsmál Hundar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira