Þingmaðurinn þinn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2022 09:30 Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hlaut brautargengi í prófkjöri og sit nú á þingi sem sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjördæmaskipan landsins er ætlað að jafna atkvæðavægi milli landshluta og er Íslandi skipt í sex kjördæmi. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi er ákveðinn í lögum auk þess sem öðrum þingsætum en kjördæmissætum er úthlutað til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka. Þannig eiga hver samtök að fá þingmannafjölda í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ég er fædd og uppalin í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ég bý enn og málefni Reykjavíkur þekki ég vel, bæði sem íbúi í borginni og sem varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég mun því láta til mín taka á þingi um mál sem brenna á Reykvíkingum, hvort sem það eru húsnæðismál, dagvistunarmál, skólamál eða öldrunarmál. En ég er auðvitað þjóðkjörinn þingmaður á Alþingi Íslendinga og flest málefni sem koma til umfjöllunar á þingi geta varðað landsmenn óháð búsetu. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir frelsi, mannréttindum, velferð, aukinni verðmætasköpun og einstaklingsframtaki til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Á óvenjulegum tímum takmarkana og hafta lögum við okkur að breyttum veruleika. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þegar auglýst opna viðtalstíma, en það bíður betri tíma sem verður vonandi fyrr en seinna. Á þessum örfáu vikum sem ég hef starfað sem kjörinn fulltrúi á Alþingi hafa mér borist fjölmörg erindi frá einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Ég hef gert mitt besta til að svara þeim og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín. Ég hef sömuleiðis leitast eftir tillögum að málefnum sem ættu að vera til umfjöllunar á þinginu, bæði í samtölum við fólk og á samfélagsmiðlum. Svörin og tillögurnar hafa verið fjölmargar og áhugaverðar. Ég er þakklát því að fólk gefi sér tíma til þess að svara því þetta hjálpar mér við að láta gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Sem er sannarlega markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun