Loftslagsstefna Miðflokksins ‒ flytja út mengun Árni Finnsson skrifar 25. janúar 2022 15:30 Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Loftslagsmál Tengdar fréttir Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun