Opið bréf til Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar Hafþór B. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2022 17:00 Þónokkur umræða (sem betur fer) hefur orðið nýlega vegna ákvörðunar skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera „sundkennslu“ að valfagi á efsta stigi grunnskólans. Ég set hér sundkennslu orðið innan gæsalappa þar sem orðið er nokkuð villandi fyrir fulltrúa Reykjavíkurborgar sem greinilega er að gefa sér vald til að breyta Aðalnámskrám Mennta- og Menningarmálaráðuneytis. Orðið sundkennsla segir ekki réttilega til um það sem stendur í aðalnámskrá um markmið og verkefni unglingastigs um íþróttir og sund. Ef Aðalnámskrá fyrir efsta stig er skoðuð er ljóst að þetta stig er mjög mikilvægt í grunnskólakennslunni, Á þessum aldri hafa unglingarnir verið að þyngjast hvað mest og fallið út úr ýmiskonar hreyfingu. Á þessu stigi fer einnig fram mest af þeirri kennslu í skyndihjálp og björgunarmálum sem kennd eru í grunnskóla. Þessi þáttur í Aðalnámskrá er talinn ófrávíkjanlegur þáttur í grunnskóla íþróttakennslunnar. (minni á að sund er 1/3 af allri íþróttakennslu í grunnskólum). Fram til 1999 var sund og sundkennsla og björgun sett með lögum frá 1940. Að auki fer fram mjög mikilvægt heilsuuppeldi þar sem nemendum er boðið upp á fjölbreytta hreyfingu í vatni sem nýtist alla ævina. Ekkert land í Evrópu hefur álíka aðstöðu til sundiðkunar og við Íslendingar. Sundlaugar hafa í gegnum árin verið félagsmiðstöð unglinga þar sem unglingar hittast í heitu pottunum, spjalla og síðan farið í einhverja hreyfingu í lauginni. Að loknum þessum inngangi og lestri á fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 11. janúar 2022 langar mig að varpa fram eftirfarandi spurningum: Var við ákvörðun á þessari breytingu, tekið tillit til hversu stórt hlutfall nemenda í Reykjavík óskaði eftir þessari breytingu?a. Er hér verið að tala um lítinn minnihlutahóp að ræða eða flesta nemendur? Var haft samráð við sérfræðinga þessa lands um þetta málefni?a. Þarna er miðað við Íþróttafræðinga/sundkennarab. Háskólakennara sem hafa skrifað námskrárnar undanfarin 20 ár Var haft samráð við Íþróttafræðinga/sundkennara/forstöðumenn sundlauga um hvort hægt væri að gera breytingar á sundstöðum til að koma til móts við umkvartanir þessa hóps?a. Veit fyrir víst að margir sundkennarar hafa reynt að vinna með forstöðumönnum að því að koma til móts við þennan hóp. Var farið í skoðun á því hvort þessi breyting á sundnámi myndi nýtast þessum sérstaka hópi nemenda?a. Ef svo er hverjar voru niðurstöður þeirrar rannsóknar?b. Ég er með efasemdir um að slíkt muni gerast, þar sem þessi hópur hefur líklega ekki stundað námið vel að 7. bekk og mun því þurfa að vera áfram í sundi til að ná hæfniviðmiðum 10. bekkjar.c. Tilfinning mín er sú að þetta muni nýtast þeim helst sem hafa ekkert á móti því að vera í sundi og eru góðir sundmenn í gegnum skólagönguna. Getur verið að Reykjavíkurborg taki jákvætt í þessa málaleitan þar sem hugsanlega sparast talsverður aksturskostnaður í skóla akstri til lauga? Það er ekki hagur barna. Sem áhuga-, fræði- og fagmaður um sund og þá frábæru hreyfingu, heilsueflingu og vellíðan sem fæst með því að vera í vatni, tel ég að Reykjavíkurborg sé að stíga um það bil 50 ár aftur í tímann, þar sem baráttumenn börðust fyrir því að gera íslensku þjóðina synda með megin markmiði að geta bjargað sér og öðrum úr vatni við ýmiskonar aðstæður og njóta þeirrar hreyfingar sem vatnið býður upp á. Von mín er að Reykjavíkurborg endurskoði þessa ákvörðun sína eða þá að ný stjórn í Reykjavík nú að loknum kosningum muni snúa þessari vitlausu ákvörðun við. Verkefni Það að gera öllum kleift að njóta vatnsins í laugunum er bara verkefni sem vinna þarf með öllum hópum og klára það verkefni, en ekki bara henda verkefninu til að losa sig undan því að þurfa takast á við eitt af heilsu verkefnum Reykvíkinga. Höfundur er fyrrverandi sundmaður, sundkennari sundþjálfari, Íþróttafræðingur, Lektor við Háskóla Íslands sem hefur menntað íslenska Íþróttafræðinga og sundkennara sl. 25 ár og verið mjög stoltur af því starfi sem þeir hafa unnið í gegnum tíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sund Skóla - og menntamál Grunnskólar Heilsa Tengdar fréttir Sund er hreyfing Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Hreyfing er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun. Ár frá ári, mánuðum til mánaða. Þær minningar sem margir foreldrar, afar og ömmur eiga af sinni skólagöngu eru margar hverjar enn við lýði en aðrar hafa þróast með tímanum eða eru ekki lengur við lýði. 25. janúar 2022 10:30 Skólasund verður valfag Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. 23. janúar 2022 14:00 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þónokkur umræða (sem betur fer) hefur orðið nýlega vegna ákvörðunar skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera „sundkennslu“ að valfagi á efsta stigi grunnskólans. Ég set hér sundkennslu orðið innan gæsalappa þar sem orðið er nokkuð villandi fyrir fulltrúa Reykjavíkurborgar sem greinilega er að gefa sér vald til að breyta Aðalnámskrám Mennta- og Menningarmálaráðuneytis. Orðið sundkennsla segir ekki réttilega til um það sem stendur í aðalnámskrá um markmið og verkefni unglingastigs um íþróttir og sund. Ef Aðalnámskrá fyrir efsta stig er skoðuð er ljóst að þetta stig er mjög mikilvægt í grunnskólakennslunni, Á þessum aldri hafa unglingarnir verið að þyngjast hvað mest og fallið út úr ýmiskonar hreyfingu. Á þessu stigi fer einnig fram mest af þeirri kennslu í skyndihjálp og björgunarmálum sem kennd eru í grunnskóla. Þessi þáttur í Aðalnámskrá er talinn ófrávíkjanlegur þáttur í grunnskóla íþróttakennslunnar. (minni á að sund er 1/3 af allri íþróttakennslu í grunnskólum). Fram til 1999 var sund og sundkennsla og björgun sett með lögum frá 1940. Að auki fer fram mjög mikilvægt heilsuuppeldi þar sem nemendum er boðið upp á fjölbreytta hreyfingu í vatni sem nýtist alla ævina. Ekkert land í Evrópu hefur álíka aðstöðu til sundiðkunar og við Íslendingar. Sundlaugar hafa í gegnum árin verið félagsmiðstöð unglinga þar sem unglingar hittast í heitu pottunum, spjalla og síðan farið í einhverja hreyfingu í lauginni. Að loknum þessum inngangi og lestri á fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 11. janúar 2022 langar mig að varpa fram eftirfarandi spurningum: Var við ákvörðun á þessari breytingu, tekið tillit til hversu stórt hlutfall nemenda í Reykjavík óskaði eftir þessari breytingu?a. Er hér verið að tala um lítinn minnihlutahóp að ræða eða flesta nemendur? Var haft samráð við sérfræðinga þessa lands um þetta málefni?a. Þarna er miðað við Íþróttafræðinga/sundkennarab. Háskólakennara sem hafa skrifað námskrárnar undanfarin 20 ár Var haft samráð við Íþróttafræðinga/sundkennara/forstöðumenn sundlauga um hvort hægt væri að gera breytingar á sundstöðum til að koma til móts við umkvartanir þessa hóps?a. Veit fyrir víst að margir sundkennarar hafa reynt að vinna með forstöðumönnum að því að koma til móts við þennan hóp. Var farið í skoðun á því hvort þessi breyting á sundnámi myndi nýtast þessum sérstaka hópi nemenda?a. Ef svo er hverjar voru niðurstöður þeirrar rannsóknar?b. Ég er með efasemdir um að slíkt muni gerast, þar sem þessi hópur hefur líklega ekki stundað námið vel að 7. bekk og mun því þurfa að vera áfram í sundi til að ná hæfniviðmiðum 10. bekkjar.c. Tilfinning mín er sú að þetta muni nýtast þeim helst sem hafa ekkert á móti því að vera í sundi og eru góðir sundmenn í gegnum skólagönguna. Getur verið að Reykjavíkurborg taki jákvætt í þessa málaleitan þar sem hugsanlega sparast talsverður aksturskostnaður í skóla akstri til lauga? Það er ekki hagur barna. Sem áhuga-, fræði- og fagmaður um sund og þá frábæru hreyfingu, heilsueflingu og vellíðan sem fæst með því að vera í vatni, tel ég að Reykjavíkurborg sé að stíga um það bil 50 ár aftur í tímann, þar sem baráttumenn börðust fyrir því að gera íslensku þjóðina synda með megin markmiði að geta bjargað sér og öðrum úr vatni við ýmiskonar aðstæður og njóta þeirrar hreyfingar sem vatnið býður upp á. Von mín er að Reykjavíkurborg endurskoði þessa ákvörðun sína eða þá að ný stjórn í Reykjavík nú að loknum kosningum muni snúa þessari vitlausu ákvörðun við. Verkefni Það að gera öllum kleift að njóta vatnsins í laugunum er bara verkefni sem vinna þarf með öllum hópum og klára það verkefni, en ekki bara henda verkefninu til að losa sig undan því að þurfa takast á við eitt af heilsu verkefnum Reykvíkinga. Höfundur er fyrrverandi sundmaður, sundkennari sundþjálfari, Íþróttafræðingur, Lektor við Háskóla Íslands sem hefur menntað íslenska Íþróttafræðinga og sundkennara sl. 25 ár og verið mjög stoltur af því starfi sem þeir hafa unnið í gegnum tíðina.
Sund er hreyfing Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Hreyfing er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun. Ár frá ári, mánuðum til mánaða. Þær minningar sem margir foreldrar, afar og ömmur eiga af sinni skólagöngu eru margar hverjar enn við lýði en aðrar hafa þróast með tímanum eða eru ekki lengur við lýði. 25. janúar 2022 10:30
Skólasund verður valfag Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. 23. janúar 2022 14:00
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun