„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 08:01 Það er magnað hvað Guðmundur og liðið hafa afrekað í þessum öldusjó í Búdapest. vísir/getty Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira