Segja Biden munu standa við loforð um að tilnefna svarta konu Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2022 07:53 Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gær. AP Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni standi við áður gefin loforð um að tilnefna svarta konu í stól hæstaréttardómara, nú þegar staða dómarans Stephen Breyer losnar í júní næstkomandi. Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51