Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2022 16:01 Bólusetningar barna fara fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu. „Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum. „Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“ Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna. „Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu. „Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum. „Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“ Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna. „Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29