Hverju skila forvarnir? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 11:31 Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun