Warriors marði Durants og Harden laust Nets-lið | Stórleikur Kuzma dugði ekki til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 11:00 Tveir stigahæstu leikmenn Golden State í nótt. Kavin Mistry/Getty Images Golden State Warriors lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði bæði Kevin Durant og James Harden í lið Nets. Þá skoraði Kyle Kuzma er Washington Wizards töpuðu gegn Ja Morant og félögum í Memphis Grizzlies. Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira