Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 31. janúar 2022 16:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill aflétta fyrr ef áfram gengur vel í baráttunni við veiruna skæðu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum. Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02