Steph sjóðandi í lokin í sjötta sigri Golden State í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar einni af þriggja stiga körfum sínum í nótt. AP/Michael Wyke Golden State Warriors og Philadelphia 76ers héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en löng Atlanta Hawks sigurganga endaði. Stephen Curry skoraði 21 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Golden State Warriors fjórtán stiga útisigur á Houston Rockets, 122-108. Golden State hefur þar með unnið sex leiki í röð. 4 0 BALL Steph Curry ERUPTED for 21 PTS in the 4th quarter to seal the victory for the @warriors! #DubNation@StephenCurry30: 40 PTS | 5 REB | 9 AST | 7 3PM pic.twitter.com/0agJbxVU4B— NBA (@NBA) February 1, 2022 Golden State var bara fjórum stigum yfir í fjórða þegar Curry hrökk í gang en hann hefur aldrei áður náð að skora 21 stig í lokaleikhlutanum. Fjórir af sjö þristum hans komu á þessum kafla. Curry var einnig með 9 stoðsendingar og 5 fráköst. Andrew Wiggins bætti við 23 stigum og Klay Thompson skoraði 14 stig. The @sixers got the win in OT while Tyrese Maxey & Ja Morant both dropped 30+points in their duel!@JaMorant: 37 PTS, 5 REB, AST@TyreseMaxey: 33 PTS, 8 AST, 4 BLK pic.twitter.com/Fcgh05taaI— NBA (@NBA) February 1, 2022 Tyrese Maxey skoraði 33 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Philadelphia 76ers í 122-119 sigri í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies þar á meðal skoraði hann körfuna sem kom 76ers yfir 26,4 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Þetta var fimmti sigurleikur 76ers liðsins í röð en liðið vann öflugt lið Memphis Grizzlies án Joel Embiid. Tobias Harris skoraði 31 stig og Andre Drummond var með 16 stig og 23 fráköst. Philadelphia 76ers hefur unnið fimmtán af síðustu átján leikjum sínum. Ja Morant var með 37 stig fyrir Memphis en þetta var sjöundi þrjátíu stiga leikur hans í röð. Desmond Bane skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á NBA-ferlinum. The @celtics win BIG at home powered by Jaylen Brown! #BleedGreen@FCHWPO: 29 PTS | 4 REB | 2 STL pic.twitter.com/sw8z3AZUoR— NBA (@NBA) February 1, 2022 Jaylen Brown skoraði 29 stig og Jayson Tatum bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í öruggum sigri Boston Celtics á Miami Heat, 122-92. Félagarnir hafa verið öflugir að undanförnu, Brown er búinn að skora 25 stig í fjórum leikjum í röð og Tatum tuttugu stig eða meira í síðustu sex leikjum. Þetta var annað tap Miami í röð en liðið lék án lykilmannanna Jimmy Butler (tá), P.J. Tucker (hné) og Kyle Lowry. Max Strus var stigahæstur með 27 stig. 31 PTS | 6 REB | 9 3PM@gtrentjr drained 9 three-pointers on his way to 33 points in the @Raptors win! #WeTheNorth pic.twitter.com/sMaQquA48I— NBA (@NBA) February 1, 2022 Gary Trent Jr. var með 31 stig og Pascal Siakam skoraði 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sjö leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með sex stiga sigri, 106-100. Trent hefur skorað þrjátíu stig eða meira í fjórum leikjum í röð en hann setti niður þrjá þrista á lokamínútum þriðja sem komu Raptors liðinu í 85-77. Hann skoraði alls níu þriggja stiga körfur í leiknum. Fred VanVleet var með 16 stig og 11 stoðsendingar fyrir Toronto en hjá Atlanta var Kevin Huerter stigahæstur með 26 stig. Það munaði mikið um að Hawks liðið lék án Trae Young sem er meiddur á öxl. The @Pacers raced to victory fueled by @IJackson22! #GoldBlooded 26 PTS (career high) 10 REB (career high) 2 BLK pic.twitter.com/dmrHWhaFO6— NBA (@NBA) February 1, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Golden State Warriors 108-122 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 122-119 (framlengt) Boston Celtics - Miami Heat 122-92 Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 122-116 New York Knicks - Sacramento Kings 116-96 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-81 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 100-106 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 93-90 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Stephen Curry skoraði 21 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Golden State Warriors fjórtán stiga útisigur á Houston Rockets, 122-108. Golden State hefur þar með unnið sex leiki í röð. 4 0 BALL Steph Curry ERUPTED for 21 PTS in the 4th quarter to seal the victory for the @warriors! #DubNation@StephenCurry30: 40 PTS | 5 REB | 9 AST | 7 3PM pic.twitter.com/0agJbxVU4B— NBA (@NBA) February 1, 2022 Golden State var bara fjórum stigum yfir í fjórða þegar Curry hrökk í gang en hann hefur aldrei áður náð að skora 21 stig í lokaleikhlutanum. Fjórir af sjö þristum hans komu á þessum kafla. Curry var einnig með 9 stoðsendingar og 5 fráköst. Andrew Wiggins bætti við 23 stigum og Klay Thompson skoraði 14 stig. The @sixers got the win in OT while Tyrese Maxey & Ja Morant both dropped 30+points in their duel!@JaMorant: 37 PTS, 5 REB, AST@TyreseMaxey: 33 PTS, 8 AST, 4 BLK pic.twitter.com/Fcgh05taaI— NBA (@NBA) February 1, 2022 Tyrese Maxey skoraði 33 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Philadelphia 76ers í 122-119 sigri í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies þar á meðal skoraði hann körfuna sem kom 76ers yfir 26,4 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Þetta var fimmti sigurleikur 76ers liðsins í röð en liðið vann öflugt lið Memphis Grizzlies án Joel Embiid. Tobias Harris skoraði 31 stig og Andre Drummond var með 16 stig og 23 fráköst. Philadelphia 76ers hefur unnið fimmtán af síðustu átján leikjum sínum. Ja Morant var með 37 stig fyrir Memphis en þetta var sjöundi þrjátíu stiga leikur hans í röð. Desmond Bane skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á NBA-ferlinum. The @celtics win BIG at home powered by Jaylen Brown! #BleedGreen@FCHWPO: 29 PTS | 4 REB | 2 STL pic.twitter.com/sw8z3AZUoR— NBA (@NBA) February 1, 2022 Jaylen Brown skoraði 29 stig og Jayson Tatum bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í öruggum sigri Boston Celtics á Miami Heat, 122-92. Félagarnir hafa verið öflugir að undanförnu, Brown er búinn að skora 25 stig í fjórum leikjum í röð og Tatum tuttugu stig eða meira í síðustu sex leikjum. Þetta var annað tap Miami í röð en liðið lék án lykilmannanna Jimmy Butler (tá), P.J. Tucker (hné) og Kyle Lowry. Max Strus var stigahæstur með 27 stig. 31 PTS | 6 REB | 9 3PM@gtrentjr drained 9 three-pointers on his way to 33 points in the @Raptors win! #WeTheNorth pic.twitter.com/sMaQquA48I— NBA (@NBA) February 1, 2022 Gary Trent Jr. var með 31 stig og Pascal Siakam skoraði 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sjö leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með sex stiga sigri, 106-100. Trent hefur skorað þrjátíu stig eða meira í fjórum leikjum í röð en hann setti niður þrjá þrista á lokamínútum þriðja sem komu Raptors liðinu í 85-77. Hann skoraði alls níu þriggja stiga körfur í leiknum. Fred VanVleet var með 16 stig og 11 stoðsendingar fyrir Toronto en hjá Atlanta var Kevin Huerter stigahæstur með 26 stig. Það munaði mikið um að Hawks liðið lék án Trae Young sem er meiddur á öxl. The @Pacers raced to victory fueled by @IJackson22! #GoldBlooded 26 PTS (career high) 10 REB (career high) 2 BLK pic.twitter.com/dmrHWhaFO6— NBA (@NBA) February 1, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Golden State Warriors 108-122 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 122-119 (framlengt) Boston Celtics - Miami Heat 122-92 Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 122-116 New York Knicks - Sacramento Kings 116-96 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-81 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 100-106 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 93-90 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Golden State Warriors 108-122 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 122-119 (framlengt) Boston Celtics - Miami Heat 122-92 Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 122-116 New York Knicks - Sacramento Kings 116-96 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-81 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 100-106 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 93-90
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira