Dansinn við íslensku krónuna Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:01 Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar