Dansinn við íslensku krónuna Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:01 Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun