Fótbolti

Bætt fæðingarorlof fyrir leikmenn í ensku kvennadeildunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn í enska kvennaboltanum munu fá betur greitt í fæðingarorlofi en áður.
Leikmenn í enska kvennaboltanum munu fá betur greitt í fæðingarorlofi en áður. David Price/Arsenal FC via Getty Images

Leikmenn í efstu tveim kvennadeildum Englands munu fá betur greitt en áður þegar þær fara í fæðingarorlof.

Frá og með næstu leiktíð munu félög í efstu tveim deildum kvennaboltans á Englandi þurfa að borga leikmönnum sínum full laun fyrstu 14 vikur fæðingarorlofsisn áður en lögbundið fæðingarorlof tekur við.

Núgildandi reglur kveða á um að félögin þurfi aðeins að greiða lögbundnar fæðingarorlofsgreiðslur, en samkvæmt samningi deildanna við enska knattspyrnusambandið, FA, þurfa félögin nú að greiða leikmönnum full laun fyrstu 14 vikurnar eins og áður segir.

Þetta eru ekki einu reglubreytingarnar sem munu eiga sér stað fyrir enska kvennaboltann, en einnig á að uppfæra reglur um langtímameiðsli og veikindi sem halda leikmönnum frá fótboltavellinum.

Eins og staðan er núna fá leikmenn greitt fyrstu sex mánuðina sem meiðsli halda leikmönnum frá vellinum, en nýju reglurnar kveða á um að félögin þurfi að borga þeim laun fyrstu 18 mánuði meiðslanna. Eftir þessa 18 mánuði fá leikmenn helming launa sinna á meðan að þeir jafna sig á meiðslunum.

Þá höfðu félög einnig rétt á því að gefa leikmönnum þriggja mánaða frest ef þau þurfa að rifta samningi leikmanna vegna meiðsla eða veikinda sem halda leikmönnum frá keppni í 18 mánuði eða meira. Samkvæmt nýju reglunum verða félögin hins vegar að gefa leikmönnum tólf mánaða frest í stað þriggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×