Ekki góðir dagar fyrir nýja Liverpool manninn í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Luis Diaz í leiknum á móti Argentínu í undankeppni HM í nótt. Liðið varð helst að vinna á móti Messi lausu argentínsku liði sem var komið áfram en tókst ekki. AP/Gustavo Garello Það lítur ekki út fyrir að Luis Díaz og félagar í kólumbíska landsliðinu séu á leiðinni á HM í Katar eftir stigalausan glugga í undankeppni HM. Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022 HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira