Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 07:06 Ólafur Þór Gunnarsson var þingmaður Suðvesturkjördæmis, fyrir Vinstri græna, á árunum 2013 og svo 2017 til 2021. Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór. Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór.
Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira