Yfirborðs- og sýndarmennska stjórnmálamanna Vilhjálmur Birgisson skrifar 2. febrúar 2022 12:01 Mér flökrar yfir yfirborðs- og sýndarmennskunni í íslenskum stjórnmálamönnum en í gær var Sigurður Ingi innviðaráðherra í fréttum og nefndi að núna þyrfti að skoða kosti og galla þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni í ljósi þess að sá liður væri að keyra verðbólguna upp. Hvað er að íslenskum stjórnmálamönnum? Við erum búin að benda á þetta í fjölmörg ár að húsnæðisliðurinn sé megin orsakavaldurinn fyrir verðbólgu á Íslandi og þetta vita stjórnmálamenn algjörlega. Muna stjórnmálamenn ekki eftir svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um áhrif húsnæðisliðar á verðtryggðar skuldir heimilanna frá árinu 2013 til 2017? Til upprifjunar þá kom fram í svari fjármálaráðherra að húsnæðisliðurinn einn og sér hafi kostað íslensk heimili 118 milljarða á þessu 4 ára tímabili, já 118 milljarða! Yfirborðs-og sýndarmennska stjórnmálamanna er grátbrosleg því vandamálið með húsnæðisliðinn er ekkert nýtt og í því samhengi vil ég rifja upp ummæli sem Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét falla um verðbólguna árið 1999 eða fyrir 23 árum. En orðrétt sagði Geir: „þarna sé ekki vísbending um að nein hætta sé á ferðinni. "Skýringin á þessu er nú sú að húsnæðisliðurinn hefur hækkað miklu meira en allt annað að undanförnu. Ef húsnæðisliðnum er sleppt er lítil sem engin verðbólga síðustu 12 mánuði eða 1%“ Takið eftir þetta er fyrir 23 árum síðan og enn eru stjórnmálamenn að spá og spekúlera um húsnæðisliðinn. Skoðum verðbólguna 10 ár aftur í tímann eða frá janúar 2012 til janúar 2022. Samkvæmt Hagstofunni hefur verðbólgan á Íslandi hækkað um 33,7% á síðustu 10 árum með húsnæðisliðnum en án húsnæðisliðar hefur verðbólgan hækkað um einungis 18,8%. Hugsið ykkur að uppundir 50% af allri verðbólgu er knúin áfram vegna húsnæðisliðarins í vísitölunni með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóð sem er með stóran hluta sinna skulda beintengdan við neysluvísitöluna í gegnum verðtrygginguna. Þessu til viðbótar horfir Seðlabankinn á verðbólguna þegar hann er að taka ákvörðun um að hækka stýrivextina. Já, það er húsnæðisliðurinn sem hefur knúið tannhjól verðbólgunnar á Íslandi áfram af fullum þunga án þess að stjórnvöld og sveitarfélög sem bera fullkomna ábyrgð á þessu geri neitt í því. Reikningurinn vegna þessa aðgerðaleysis er sendur beint til heimila, neytenda og fyrirtækja. Það er sorglegt þegar stjórnmálamenn koma núna og segja vaxtalækkanir sem áttu sér stað frá 2019 vera ástæðu þess að húsnæðisliðurinn hafi farið af stað. Þetta er svo mikið kjaftæði að það nær engu tali enda er þetta vandamál með húsnæðisliðinn búið að vera við lýði um áratuga skeið og hefur ekkert með lækkun vaxta að gera. Hækkun á húsnæðisverði er knúið áfram vegna lóða-og framboðsskorts sem sveitarfélög og stjórnvöld bera 100% ábyrgð á. Það var ömurlegt þegar borgarstjóri Reykjavíkur ýjaði að því að orsökin fyrir hækkun á húsnæðisverði væri lækkun vaxta. Þarna er borgarstjóri algjörlega að firra sig ábyrgð á því að lóðaskortur í Reykjavík sé aðalorsök fyrir hækkandi fasteignaverði. Fólk slæst um hverja íbúð vegna framboðsskorts, það er ástæðan. Ég vil minna á bréf sem Samtök atvinnulífsins sendu forsætisráðherra árið 2007 þar sem SA benti ráðherranum á að húsnæðisliðurinn væri að knýja verðbólguna og tilraunir Seðlabankans við að slá á hækkun á húsnæðisverði með því að hækka stýrivextina úr 5,3% frá árinu 2004 í 13,3% árið 2007 hefðu algerlega mistekist enda væri það lóða- og framboðsskortur sem keyrði húsnæðisliðinn upp. Hugsið ykkur að ef það væri hægt að benda á verkalýðshreyfinguna og segja að gögn frá Hagstofunni staðfesti að aðgerðir hennar í kjaramálum hafi valdið 50% af verðbólgunni á íslandi! Nei, það er ekki hægt en það er hægt að benda á sveitarfélögin og stjórnvöld og segja þið berið ábyrgð á 50% af verðbólgunni skv. gögnum frá Hagstofunni vegna húsnæðisliðar í neysluvísitölunni sem er knúinn áfram vegna lóða- og framboðsskorts, ekki lækkun vaxta eins og sumir snillingar eru að reyna að ýja að. Já það vantar ekki að í hvert sinn og kjarasamningar verkafólks eru við það að losna þá sprettur fjármála-og arðsemiselítan fram á sjónarsviðið og öskrar hátt „verkalýðshreyfingin hefur stöðugleikann og verðbólguna í hendi sér með því að ganga frá hófsömum kjarasamningum“. Hins vegar heyrist ekkert í arðsemisgræðgis elítunni um að það er ekki verkafólk og verkalýðshreyfingin sem ber ábyrgð á verðbólgunni heldur lóða- og framboðsskortur á fasteignamarkaði eins og gögn frá Hagstofunni staðfesta algerlega. Við stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn vil ég segja í guðanna bænum hættið þessari yfirboðs-og sýndarmennsku og farið að taka á málum eins og mælingu á húsnæðisliðnum. Hagsmunamál sem hleypur á hundruðum milljarða fyrir heimilin, neytendur og fyrirtæki í þessu landi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mér flökrar yfir yfirborðs- og sýndarmennskunni í íslenskum stjórnmálamönnum en í gær var Sigurður Ingi innviðaráðherra í fréttum og nefndi að núna þyrfti að skoða kosti og galla þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni í ljósi þess að sá liður væri að keyra verðbólguna upp. Hvað er að íslenskum stjórnmálamönnum? Við erum búin að benda á þetta í fjölmörg ár að húsnæðisliðurinn sé megin orsakavaldurinn fyrir verðbólgu á Íslandi og þetta vita stjórnmálamenn algjörlega. Muna stjórnmálamenn ekki eftir svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um áhrif húsnæðisliðar á verðtryggðar skuldir heimilanna frá árinu 2013 til 2017? Til upprifjunar þá kom fram í svari fjármálaráðherra að húsnæðisliðurinn einn og sér hafi kostað íslensk heimili 118 milljarða á þessu 4 ára tímabili, já 118 milljarða! Yfirborðs-og sýndarmennska stjórnmálamanna er grátbrosleg því vandamálið með húsnæðisliðinn er ekkert nýtt og í því samhengi vil ég rifja upp ummæli sem Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét falla um verðbólguna árið 1999 eða fyrir 23 árum. En orðrétt sagði Geir: „þarna sé ekki vísbending um að nein hætta sé á ferðinni. "Skýringin á þessu er nú sú að húsnæðisliðurinn hefur hækkað miklu meira en allt annað að undanförnu. Ef húsnæðisliðnum er sleppt er lítil sem engin verðbólga síðustu 12 mánuði eða 1%“ Takið eftir þetta er fyrir 23 árum síðan og enn eru stjórnmálamenn að spá og spekúlera um húsnæðisliðinn. Skoðum verðbólguna 10 ár aftur í tímann eða frá janúar 2012 til janúar 2022. Samkvæmt Hagstofunni hefur verðbólgan á Íslandi hækkað um 33,7% á síðustu 10 árum með húsnæðisliðnum en án húsnæðisliðar hefur verðbólgan hækkað um einungis 18,8%. Hugsið ykkur að uppundir 50% af allri verðbólgu er knúin áfram vegna húsnæðisliðarins í vísitölunni með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóð sem er með stóran hluta sinna skulda beintengdan við neysluvísitöluna í gegnum verðtrygginguna. Þessu til viðbótar horfir Seðlabankinn á verðbólguna þegar hann er að taka ákvörðun um að hækka stýrivextina. Já, það er húsnæðisliðurinn sem hefur knúið tannhjól verðbólgunnar á Íslandi áfram af fullum þunga án þess að stjórnvöld og sveitarfélög sem bera fullkomna ábyrgð á þessu geri neitt í því. Reikningurinn vegna þessa aðgerðaleysis er sendur beint til heimila, neytenda og fyrirtækja. Það er sorglegt þegar stjórnmálamenn koma núna og segja vaxtalækkanir sem áttu sér stað frá 2019 vera ástæðu þess að húsnæðisliðurinn hafi farið af stað. Þetta er svo mikið kjaftæði að það nær engu tali enda er þetta vandamál með húsnæðisliðinn búið að vera við lýði um áratuga skeið og hefur ekkert með lækkun vaxta að gera. Hækkun á húsnæðisverði er knúið áfram vegna lóða-og framboðsskorts sem sveitarfélög og stjórnvöld bera 100% ábyrgð á. Það var ömurlegt þegar borgarstjóri Reykjavíkur ýjaði að því að orsökin fyrir hækkun á húsnæðisverði væri lækkun vaxta. Þarna er borgarstjóri algjörlega að firra sig ábyrgð á því að lóðaskortur í Reykjavík sé aðalorsök fyrir hækkandi fasteignaverði. Fólk slæst um hverja íbúð vegna framboðsskorts, það er ástæðan. Ég vil minna á bréf sem Samtök atvinnulífsins sendu forsætisráðherra árið 2007 þar sem SA benti ráðherranum á að húsnæðisliðurinn væri að knýja verðbólguna og tilraunir Seðlabankans við að slá á hækkun á húsnæðisverði með því að hækka stýrivextina úr 5,3% frá árinu 2004 í 13,3% árið 2007 hefðu algerlega mistekist enda væri það lóða- og framboðsskortur sem keyrði húsnæðisliðinn upp. Hugsið ykkur að ef það væri hægt að benda á verkalýðshreyfinguna og segja að gögn frá Hagstofunni staðfesti að aðgerðir hennar í kjaramálum hafi valdið 50% af verðbólgunni á íslandi! Nei, það er ekki hægt en það er hægt að benda á sveitarfélögin og stjórnvöld og segja þið berið ábyrgð á 50% af verðbólgunni skv. gögnum frá Hagstofunni vegna húsnæðisliðar í neysluvísitölunni sem er knúinn áfram vegna lóða- og framboðsskorts, ekki lækkun vaxta eins og sumir snillingar eru að reyna að ýja að. Já það vantar ekki að í hvert sinn og kjarasamningar verkafólks eru við það að losna þá sprettur fjármála-og arðsemiselítan fram á sjónarsviðið og öskrar hátt „verkalýðshreyfingin hefur stöðugleikann og verðbólguna í hendi sér með því að ganga frá hófsömum kjarasamningum“. Hins vegar heyrist ekkert í arðsemisgræðgis elítunni um að það er ekki verkafólk og verkalýðshreyfingin sem ber ábyrgð á verðbólgunni heldur lóða- og framboðsskortur á fasteignamarkaði eins og gögn frá Hagstofunni staðfesta algerlega. Við stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn vil ég segja í guðanna bænum hættið þessari yfirboðs-og sýndarmennsku og farið að taka á málum eins og mælingu á húsnæðisliðnum. Hagsmunamál sem hleypur á hundruðum milljarða fyrir heimilin, neytendur og fyrirtæki í þessu landi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun