Tölum um sjálfbærni á mannamáli Friðrik Larsen skrifar 3. febrúar 2022 07:30 Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun