Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 18:09 Jón Gunnarsson vinnur að nýju frumvarpi um réttarstöðu brotaþola. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. „Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón. Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón.
Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira