Hafnarfjörður og húsnæðismarkaðurinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun