Hafnarfjörður og húsnæðismarkaðurinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun