Ef skólinn hættir að snúast um menntun Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 3. febrúar 2022 15:30 Mér finnst hugtakið menntun heillandi enda býður það upp á svo víða túlkun og rökræður. Grunnskólinn spannar mikilvægt mótunar- og þroskaskeið í lífi allra. Áhrif skólastigsins og starfsfólks þess á nemendur verða seint vanmetin. Þegar ég les viðhorfspistla eftir kjörna fulltrúa í sveitastjórnum eða skrif á íbúasíðum um málefni grunnskólans þá tek ég eftir að þau snúast mikið um viðbótarþjónustuna sem skólarnir veita, s.s. fyrirkomulag frístundar, mötuneyti og ýmis félagsleg atriði. Krafan er hvellskýr um góða þjónustu, það er vel og sannarlega mikilvægt. En ég sakna þess þó að mér finnst miklu minna skrifað og rætt um aðalhlutverk grunnskólanna sem er menntun barnanna. Er námsskráin í takt við nýja tíma? Er námið næg áskorun? Ættum við að hefja tungumálakennslu fyrr og auka framboð tungumála? Taka upp spænsku, frönsku eða fara úr dönsku í norsku og líta til þess að flest börn eru í dag altalandi á ensku þegar þau innritast í grunnskóla? Hefur verið brugðist við þessu? Hlutverk grunnskólakennarans er að undirbúa nemendur undir frekara nám og almenna þátttöku í lýðræðissamfélagi. Menntunin er hans hlutverk en uppeldið sjálft er á könnu foreldra, þótt þau mörk séu ekki alltaf kristaltær enda í eðli sínu skyld. Vísbendingar eru um að sífellt fleiri uppeldisleg atriði séu sett á könnu kennara, eins og að vera vakandi yfir því hvort börnin hafi fengið jafnt gefið í skóinn og gera athugasemdir ef út af bregður eða hvort öllum sé alltaf boðið í afmæli. Samskipti heimili og skóla eru í dag mun meiri en áður tíðkaðist. Það er jákvæð þróun en getur farið út í öfgar. Ég starfaði eitt sinn sem afleysingakennari og komst að raun um hversu mismunandi kennslustundirnar geta verið. Á meðan sumir bekkir gáfu manni kraft með leiftrandi áhuga sínum voru aðrir bekkir mjög krefjandi og fóru langt með að klára alla orku vinnudagsins í einni kennslustund. Störf kennara eins og annarra hafa sín takmörk. Oft heyrast raddir um að verkefni og vitundarvakning sem tengist samfélagsumræðu líðandi stundar þurfi að færa inn í skólana. Þá er ekkert tillit tekið til þeirra verkefna sem skólinn á að sinna að öðru leyti. Einföldum samskipti heimili og skóla Ég tel að það sé sóknarfæri að skoða betur samskipti heimili og skóla og straumlínulaga að því sem raunhæft og eðlilegt getur talist. Þannig þekkir hvor sitt hlutverk og ábyrgðarsvið betur og væntingar verða þá til samræmis við það. Afraksturinn getur ekki annað en þjónað börnunum betur. Við þurfum að átta okkur á að tæplega 40% fólks á íslenskum vinnumarkaði er í dag með háskólagráðu, eina eða fleiri. Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki. Í mínum uppvexti var bóknámi og verknámi stillt upp sem leið A og leið B. Fór ekki saman. Þetta var brenglað gildismat og rangt. Við hvað var miðað? Möguleikar hársnyrtis með sveinspróf til að starfa víða um heim eru til dæmis ótakmarkaðir á meðan möguleikar einhvers sem er með doktorspróf í íslensku til þess hljóta að teljast litlir. Viðhorfin eru sem betur fer að breytast hratt og þau sem best standa á vinnumarkaði í dag hafa hæfni og menntun á báðum sviðum. Hefur grunnskólinn tekið mið af þessari þróun við undirbúning nemenda? Grunnskólinn á að vera staður þar sem börn og unglingar læra að þekkja hæfileika sína, færni og áhugasvið og geta byggt á þeirri vitneskju. Geta myndað sér upplýsta og ábyrga afstöðu um framtíð sína. Grunnskólinn á að kveikja áhuga þeirra, efla og styrkja sjálfsvitund og sjálfsmynd í gegnum námið. Við eigum að fagna því sem greinir okkur að í þessu tilliti en ekki að berja niður og steypa alla í sama mót meðaltalsins. Við þurfum að huga jafnt að þeim sem glíma við námsörðugleika og þeim sem skara fram úr. Báðir hópar eiga jafnan rétt á að njóta sín og hæfileika sinna. Þannig styrkist heildin mest sem er samfélagið allt. Aukið valfrelsi allra hagur Það þarf að auka valfrelsi í grunnskólunum og leyfa þeim að rækta sín sérkenni. Þannig fáum við fjölbreytt framboð skóla sem val er um. Lykilatriði er að nemendur geti valið um skóla óháð hverfaskiptingu, eins og við höfum heimilað um árabil í Garðabæ. Sérstakur Þróunarsjóður grunnskóla er til staðar í bænum sem hefur það verkefni að styðja við nýja hugsun og framþróun í skólastarfinu, þetta hefur skipt sköpum og mun gera áfram. Menntunin verður að vera í forgrunni því ef grunnskólinn hættir að snúast um sitt aðalhlutverk og megináherslan verður á allt annað sem tengist starfseminni þá fer illa. Skóli þar sem ólíkir nemendur eiga jafna möguleika á að blómstra í krafti styrkleika sinna er farsæll skóli þar sem öllum líður vel. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Mér finnst hugtakið menntun heillandi enda býður það upp á svo víða túlkun og rökræður. Grunnskólinn spannar mikilvægt mótunar- og þroskaskeið í lífi allra. Áhrif skólastigsins og starfsfólks þess á nemendur verða seint vanmetin. Þegar ég les viðhorfspistla eftir kjörna fulltrúa í sveitastjórnum eða skrif á íbúasíðum um málefni grunnskólans þá tek ég eftir að þau snúast mikið um viðbótarþjónustuna sem skólarnir veita, s.s. fyrirkomulag frístundar, mötuneyti og ýmis félagsleg atriði. Krafan er hvellskýr um góða þjónustu, það er vel og sannarlega mikilvægt. En ég sakna þess þó að mér finnst miklu minna skrifað og rætt um aðalhlutverk grunnskólanna sem er menntun barnanna. Er námsskráin í takt við nýja tíma? Er námið næg áskorun? Ættum við að hefja tungumálakennslu fyrr og auka framboð tungumála? Taka upp spænsku, frönsku eða fara úr dönsku í norsku og líta til þess að flest börn eru í dag altalandi á ensku þegar þau innritast í grunnskóla? Hefur verið brugðist við þessu? Hlutverk grunnskólakennarans er að undirbúa nemendur undir frekara nám og almenna þátttöku í lýðræðissamfélagi. Menntunin er hans hlutverk en uppeldið sjálft er á könnu foreldra, þótt þau mörk séu ekki alltaf kristaltær enda í eðli sínu skyld. Vísbendingar eru um að sífellt fleiri uppeldisleg atriði séu sett á könnu kennara, eins og að vera vakandi yfir því hvort börnin hafi fengið jafnt gefið í skóinn og gera athugasemdir ef út af bregður eða hvort öllum sé alltaf boðið í afmæli. Samskipti heimili og skóla eru í dag mun meiri en áður tíðkaðist. Það er jákvæð þróun en getur farið út í öfgar. Ég starfaði eitt sinn sem afleysingakennari og komst að raun um hversu mismunandi kennslustundirnar geta verið. Á meðan sumir bekkir gáfu manni kraft með leiftrandi áhuga sínum voru aðrir bekkir mjög krefjandi og fóru langt með að klára alla orku vinnudagsins í einni kennslustund. Störf kennara eins og annarra hafa sín takmörk. Oft heyrast raddir um að verkefni og vitundarvakning sem tengist samfélagsumræðu líðandi stundar þurfi að færa inn í skólana. Þá er ekkert tillit tekið til þeirra verkefna sem skólinn á að sinna að öðru leyti. Einföldum samskipti heimili og skóla Ég tel að það sé sóknarfæri að skoða betur samskipti heimili og skóla og straumlínulaga að því sem raunhæft og eðlilegt getur talist. Þannig þekkir hvor sitt hlutverk og ábyrgðarsvið betur og væntingar verða þá til samræmis við það. Afraksturinn getur ekki annað en þjónað börnunum betur. Við þurfum að átta okkur á að tæplega 40% fólks á íslenskum vinnumarkaði er í dag með háskólagráðu, eina eða fleiri. Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki. Í mínum uppvexti var bóknámi og verknámi stillt upp sem leið A og leið B. Fór ekki saman. Þetta var brenglað gildismat og rangt. Við hvað var miðað? Möguleikar hársnyrtis með sveinspróf til að starfa víða um heim eru til dæmis ótakmarkaðir á meðan möguleikar einhvers sem er með doktorspróf í íslensku til þess hljóta að teljast litlir. Viðhorfin eru sem betur fer að breytast hratt og þau sem best standa á vinnumarkaði í dag hafa hæfni og menntun á báðum sviðum. Hefur grunnskólinn tekið mið af þessari þróun við undirbúning nemenda? Grunnskólinn á að vera staður þar sem börn og unglingar læra að þekkja hæfileika sína, færni og áhugasvið og geta byggt á þeirri vitneskju. Geta myndað sér upplýsta og ábyrga afstöðu um framtíð sína. Grunnskólinn á að kveikja áhuga þeirra, efla og styrkja sjálfsvitund og sjálfsmynd í gegnum námið. Við eigum að fagna því sem greinir okkur að í þessu tilliti en ekki að berja niður og steypa alla í sama mót meðaltalsins. Við þurfum að huga jafnt að þeim sem glíma við námsörðugleika og þeim sem skara fram úr. Báðir hópar eiga jafnan rétt á að njóta sín og hæfileika sinna. Þannig styrkist heildin mest sem er samfélagið allt. Aukið valfrelsi allra hagur Það þarf að auka valfrelsi í grunnskólunum og leyfa þeim að rækta sín sérkenni. Þannig fáum við fjölbreytt framboð skóla sem val er um. Lykilatriði er að nemendur geti valið um skóla óháð hverfaskiptingu, eins og við höfum heimilað um árabil í Garðabæ. Sérstakur Þróunarsjóður grunnskóla er til staðar í bænum sem hefur það verkefni að styðja við nýja hugsun og framþróun í skólastarfinu, þetta hefur skipt sköpum og mun gera áfram. Menntunin verður að vera í forgrunni því ef grunnskólinn hættir að snúast um sitt aðalhlutverk og megináherslan verður á allt annað sem tengist starfseminni þá fer illa. Skóli þar sem ólíkir nemendur eiga jafna möguleika á að blómstra í krafti styrkleika sinna er farsæll skóli þar sem öllum líður vel. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun