Gerði hlé á blaðamannafundi eftir leik til að panta sér McDonald's Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 07:00 Anthony Edwards er alveg óhræddur við að vera hann sjálfur á blaðamannafundum. Getty/Steph Chambers Anthony Edwards er litríkur persónuleiki ofan á það að vera frábær körfuboltamaður. Hann fór á kostum bæði í sigri Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt sem og á blaðamannafundinum eftir leikinn. Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns og Clippers vann nágranna sína Lakers á sigurkörfu 4,1 sekúndu fyrir leikslok. This Anthony Edwards up-and-under layup is TOUGHHe has 20 PTS for the @Timberwolves on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/oRSLESmi5P— NBA (@NBA) February 4, 2022 Anthony Edwards skoraði 25 stig og Karl-Anthony Towns var með 21 stig og 14 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 128-117 útisigur á Detroit Pistons. Taurean Prince bætti við 23 stigum í þessum þriðja sigri Úlfanna í röð og þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Saddiq Bey var með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Detriot. Anthony Edwards told reporters to hold off on questions until he could finish ordering McDonald s pic.twitter.com/xaNBfqopjl— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2022 Edwards er á góðri leið með að verða einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar og ekki skemmir fyrir að honum líður vel með athyglina á sér og talar oftast í fyrirsögnum. Að þessu sinni mætti hann á blaðamannafundinn eftir leikinn og bað um smá frið frá spurningum á meðan hann væri að ganga frá pöntun á McDonald's eins og sjá má hér fyrir ofan. Trae Young finished the 3rd quarter with 18 points for the @ATLHawks!Q4 LIVE on TNT pic.twitter.com/HmCjkCjuxe— NBA (@NBA) February 4, 2022 Trae Young var stórkostlegur þegar Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns með 124-115 sigri. Young skoraði 43 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga körfur. Kevin Huerter var með aðra fimm þrista og skoraði 19 stig en Atlanta liðið hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum. Eina tapið kom í leiknum þar sem Trae Young gat ekki spilað vegna axlarmeiðsla. „Við verðum að nýta þennan meðbyr. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Phoenix liðsins síðan 8. janúar. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 32 stig, Mikal Bridges skoraði 24 stig og Chris Paul var með 18 stig. Klay Thompson gets the steal and hurries to the 3 point line for his 7th three-pointer of the night!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/6haQluIcqj— NBA (@NBA) February 4, 2022 Klay Thompson skoraði 23 stig og Stephen Curry var með 20 stig þegar Golden State Warriors vann 126-114 heimasigur á Sacramento Kings. Þeir Skvettubræður gáfu líka báðir sjö stoðsendingar. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State í röð og liðið er nú með lengstu lifandi sigurgöngu deildarinnar eftir fyrrnefnt tap Phoenix liðsins. Reggie Jackson drives and spins FOR THE @LAClippers WIN! pic.twitter.com/kV571oazr8— NBA (@NBA) February 4, 2022 Reggie Jackson tryggði Los Angeles Clippers 111-110 sigur á Los Angeles Lakers í uppgjörinu um Englaborgina en sigurkarfa hans kom 4,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Anthony Davis hafði komið Lakers yfir 12,5 sekúndum fyrir leikslok. Lakers-liðið vann upp tólf stiga forskot Clippers í fjórða leikhlutanum en varð að sætta sig við fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. LeBron James hefur misst af öllum þessum leikjum vegna meiðsla. Marcus Morris Sr. var stigahæstur hjá Cluppers með 29 stig en hann hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Jackson var með 25 stig og Serge Ibaka skoraði 20 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 30 stig og 17 fráköst og Malik Monk skoraði 21 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Gary Trent Jr. knocks down the CLUTCH three-pointer to put the @Raptors up 5 late in OT!15 seconds remaining: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/xLQHHTZF5w— NBA (@NBA) February 4, 2022 Pascal Siakam var með 25 stig og 13 fráköst þegar Toronto Raptors vann 127-120 sigur á Chicago Bulls í framlengingu en þetta varð fjórði sigur Toronto í röð. Scottie Barnes, Fred VanVleet og OG Anunoby voru allir með 21 stig. Gary Trent Jr. skoraði reyndar bara 16 stig eftir fimm þrjátíu stiga leiki í röð en setti niður mikilvægan þrist á lokakaflanum. DeMar DeRozan var stigahæstur á móti sínu gamla liði en hann skoraði 28 stig fyrir Bulls. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 111-110 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 124-115 Golden State Warriors - Sacramento Kings 126-114 Toronto Raptors - Chicago Bulls 127-120 (framlengt) San Antonio Spurs - Miami Heat 95-112 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 117-128 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
This Anthony Edwards up-and-under layup is TOUGHHe has 20 PTS for the @Timberwolves on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/oRSLESmi5P— NBA (@NBA) February 4, 2022 Anthony Edwards skoraði 25 stig og Karl-Anthony Towns var með 21 stig og 14 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 128-117 útisigur á Detroit Pistons. Taurean Prince bætti við 23 stigum í þessum þriðja sigri Úlfanna í röð og þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Saddiq Bey var með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Detriot. Anthony Edwards told reporters to hold off on questions until he could finish ordering McDonald s pic.twitter.com/xaNBfqopjl— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2022 Edwards er á góðri leið með að verða einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar og ekki skemmir fyrir að honum líður vel með athyglina á sér og talar oftast í fyrirsögnum. Að þessu sinni mætti hann á blaðamannafundinn eftir leikinn og bað um smá frið frá spurningum á meðan hann væri að ganga frá pöntun á McDonald's eins og sjá má hér fyrir ofan. Trae Young finished the 3rd quarter with 18 points for the @ATLHawks!Q4 LIVE on TNT pic.twitter.com/HmCjkCjuxe— NBA (@NBA) February 4, 2022 Trae Young var stórkostlegur þegar Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns með 124-115 sigri. Young skoraði 43 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga körfur. Kevin Huerter var með aðra fimm þrista og skoraði 19 stig en Atlanta liðið hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum. Eina tapið kom í leiknum þar sem Trae Young gat ekki spilað vegna axlarmeiðsla. „Við verðum að nýta þennan meðbyr. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Phoenix liðsins síðan 8. janúar. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 32 stig, Mikal Bridges skoraði 24 stig og Chris Paul var með 18 stig. Klay Thompson gets the steal and hurries to the 3 point line for his 7th three-pointer of the night!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/6haQluIcqj— NBA (@NBA) February 4, 2022 Klay Thompson skoraði 23 stig og Stephen Curry var með 20 stig þegar Golden State Warriors vann 126-114 heimasigur á Sacramento Kings. Þeir Skvettubræður gáfu líka báðir sjö stoðsendingar. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State í röð og liðið er nú með lengstu lifandi sigurgöngu deildarinnar eftir fyrrnefnt tap Phoenix liðsins. Reggie Jackson drives and spins FOR THE @LAClippers WIN! pic.twitter.com/kV571oazr8— NBA (@NBA) February 4, 2022 Reggie Jackson tryggði Los Angeles Clippers 111-110 sigur á Los Angeles Lakers í uppgjörinu um Englaborgina en sigurkarfa hans kom 4,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Anthony Davis hafði komið Lakers yfir 12,5 sekúndum fyrir leikslok. Lakers-liðið vann upp tólf stiga forskot Clippers í fjórða leikhlutanum en varð að sætta sig við fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. LeBron James hefur misst af öllum þessum leikjum vegna meiðsla. Marcus Morris Sr. var stigahæstur hjá Cluppers með 29 stig en hann hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Jackson var með 25 stig og Serge Ibaka skoraði 20 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 30 stig og 17 fráköst og Malik Monk skoraði 21 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Gary Trent Jr. knocks down the CLUTCH three-pointer to put the @Raptors up 5 late in OT!15 seconds remaining: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/xLQHHTZF5w— NBA (@NBA) February 4, 2022 Pascal Siakam var með 25 stig og 13 fráköst þegar Toronto Raptors vann 127-120 sigur á Chicago Bulls í framlengingu en þetta varð fjórði sigur Toronto í röð. Scottie Barnes, Fred VanVleet og OG Anunoby voru allir með 21 stig. Gary Trent Jr. skoraði reyndar bara 16 stig eftir fimm þrjátíu stiga leiki í röð en setti niður mikilvægan þrist á lokakaflanum. DeMar DeRozan var stigahæstur á móti sínu gamla liði en hann skoraði 28 stig fyrir Bulls. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 111-110 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 124-115 Golden State Warriors - Sacramento Kings 126-114 Toronto Raptors - Chicago Bulls 127-120 (framlengt) San Antonio Spurs - Miami Heat 95-112 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 117-128 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 111-110 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 124-115 Golden State Warriors - Sacramento Kings 126-114 Toronto Raptors - Chicago Bulls 127-120 (framlengt) San Antonio Spurs - Miami Heat 95-112 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 117-128
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira