Galið handboltamark í landi Evrópumeistaranna: Hvernig er þetta hægt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Casper Käll sést hér skora markið sitt en hann virtist storka þyngdarlögmálinu í skoti sínu. Skjámynd/SVT Það er handboltaæði gangi í Svíþjóð eftir Evrópumeistaratitil sænska landsliðsins á dögunum og geggjað mark í einum fyrsta leiknum eftir Evrópumótið kláraðist fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það var heldur ekki að ástæðulausu enda geggjað mark. Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan. Sænski handboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan.
Sænski handboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira