Má bjóða þér að þjást? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:31 Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun