Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:43 Ágúst segir skimunarverkefnið einnig munu verða til þess að fólk verður upplýstara um krabbamein í ristli og endaþarmi. Á myndinni má sjá heilbrigðan ristil. Getty Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira