Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:31 Óstöðvandi. Richard Rodriguez/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira