Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur verkaður í Hvalfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira