Körfubolti

Nets opið fyrir því að skipta á Hard­en og Simmons

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir gætu verið að skipta um lið.
Þessir gætu verið að skipta um lið. Tim Nwachukwu/Getty Images

Svo virðist sem vítisdvöl Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers sé senn á enda en það virðist sem Brooklyn Nets sé tilbúið að skipta á James Harden og Simmons sem hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna ósættis við stjórn 76ers-liðsins.

Félagaskiptagluggi NBA-deildarinnar lokar þann 10. febrúar næstkomandi og hefur The Athletic öruggar heimildir fyrir því að Philadelphia 76ers vilji fá James Harden í sínar raðir. 

Talið er næsta augljóst að þeirra helsta skiptimynt væri Ben Simmons en hann vildi fara frá liðinu síðasta sumar.

Þar sem það gekk ekki eftir ákvað hann að fara í fýlu og neita að spila. Hefur hann fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess.

Það virðist sem Nets sé þó tilbúið að íhuga leikmannaskipti og þá sérstaklega ef það fylgja fleiri leikmenn með í samningnum. Seth Curry, Tyrese Maxey og Matisse Thybulle eru nefndir til sögunnar.

Philadelphia 76ers eru sem stendur í 5. sæti Austurdeildar með 31 sigur og 21 tap í 52 leikjum til þessa. Brooklyn Nets eru sæti neðar með 29 sigra og 23 töp í jafn mörgum leikjum.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×