Heimili í hættu Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 14:00 Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Húsnæðismál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar