LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 09:30 LeBron James var allt í öllu í sigri Los Angeles Lakers í nótt. Ronald Martinez/Getty Images LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira