Sakamaður óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. febrúar 2022 06:00 Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun