Leikskólar og frístundaheimili opna klukkan eitt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 09:42 Leikskólar og frístundastarf grunnskólanna opnar klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Leikskólar og frístundastarf grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu opnar klukkan eitt í dag. Þetta var niðurstaða almannavarna á höfuðborgarsvæðinu og skóla- og frístundarsviðanna sem funduðu fyrir stuttu. Til stóð að allt skóla- og frístundasvið lægi niðri í dag vegna veðurs en svo fór að snjókoma var ekki jafn mikil og búist var við og því mun betri færð í höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is sagði fyrst frá. Víðir segir að von sé á tilkynningu frá almannavörum og skóla- og frístundasviði höfuðborgarsvæðisins innan skamms. Engar viðvaranir eru nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu en appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi Vestra, Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi á Suðvesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Faxaflóa um miðjan daginn í dag og verða í gildi í um sólarhring. Víða er búið að opna vegi að nýju, til dæmis Reykjanesbraut, Grindavíkurveg og veginn um Kjalarnes en enn er krapi á vegunum. Þá er unnið að mokstri milli Hveragerðis og Selfoss. Þá byrjar Strætó að ganga upp úr klukkan tíu á höfuðborgarsvæðinu. Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Veður Tengdar fréttir Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. 7. febrúar 2022 06:10 Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. 7. febrúar 2022 05:48 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Til stóð að allt skóla- og frístundasvið lægi niðri í dag vegna veðurs en svo fór að snjókoma var ekki jafn mikil og búist var við og því mun betri færð í höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is sagði fyrst frá. Víðir segir að von sé á tilkynningu frá almannavörum og skóla- og frístundasviði höfuðborgarsvæðisins innan skamms. Engar viðvaranir eru nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu en appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi Vestra, Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi á Suðvesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Faxaflóa um miðjan daginn í dag og verða í gildi í um sólarhring. Víða er búið að opna vegi að nýju, til dæmis Reykjanesbraut, Grindavíkurveg og veginn um Kjalarnes en enn er krapi á vegunum. Þá er unnið að mokstri milli Hveragerðis og Selfoss. Þá byrjar Strætó að ganga upp úr klukkan tíu á höfuðborgarsvæðinu.
Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Veður Tengdar fréttir Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. 7. febrúar 2022 06:10 Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. 7. febrúar 2022 05:48 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. 7. febrúar 2022 06:10
Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. 7. febrúar 2022 05:48