„Það kom smá babb í bátinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 14:43 Svona var staðan á sjöunda tímanum í morgun. Síðan þá hafa sveitungar lagt hönd á plóg. North West Hotel & Restaurant Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. „Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17. Veður Húnaþing vestra Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
„Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17.
Veður Húnaþing vestra Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira