Hvað með Kjalarnesið? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 „Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Tengdar fréttir Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35 Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35
Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun