Veiran fari fyrst á kreik eftir miðnætti á skemmtistöðunum Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 23:00 Birgitta Líf Björnsdóttir er eigandi Bankastrætis Club. Vísir/sigurjón Heilbrigðisyfirvöld leggja á ráðin um verulegar tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum í samráði við almannavarnir. Þær verða kynntar í lok viku. Það var allt toðfullt á skemmtistöðum miðbæjarins um helgina - eða eins og reglur leyfðu. Það verða engar breytingar kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, enda tókst ekki að undirbúa þær í tæka tíð. Því er gert ráð fyrir að eftir fundinn á föstudaginn verði kynntar tilslakanir. Heilbrigðisráðherra boðar að þær verði verulegar. Síðast tóku gildi breytingar á sóttvarnatakmörkunum í dag, þegar einangrun einkennalítilla var stytt í fimm daga úr sjö. Á skemmtistöðum eru enn töluverðar reglur við lýði. Hvort sem var á Prikinu, AUTO eða á Bankastræti Club, voru öll hólf full á skemmtistöðum um helgina en aðeins til miðnættis. „Það voru bara allir í skýjunum. Þannig að fólk er mjög glatt að geta farið loksins aftur út og hitt vini sína og skemmt sér. Ég held að það séu allir komnir með leið á spilakvöldunum,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club. Þótt Birgitta fallist erfitt sé að halda fólki í skefjum þegar það sé að skemmta sér, segir hún að nú sé svo komið að á nær öllum sviðum samfélagsins sé búið að létta á hömlum - nema á klúbbunum. „Veiran er bara hérna, greinilega. En hún hoppar ekki á milli hólfa og kemur ekki fyrr en eftir miðnætti. Við bara vinnum með það sem við höfum,“ segir Birgitta. Draumurinn væri nokkrir tímar í viðbót en þar eru líklega aðrir ákafari en Birgitta, sem hefur allajafna ekki opið nema til um tvö. „Við erum öll saman í spjalli og fólk talar alveg um að þetta sé alveg ágætlega þægilegt. Opnunin styttist, launakostnaður minnkar og fólk bara hagar sér betur. En þetta er samt heldur stutt núna,“ segir Birgitta. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31. janúar 2022 23:30 „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Það verða engar breytingar kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, enda tókst ekki að undirbúa þær í tæka tíð. Því er gert ráð fyrir að eftir fundinn á föstudaginn verði kynntar tilslakanir. Heilbrigðisráðherra boðar að þær verði verulegar. Síðast tóku gildi breytingar á sóttvarnatakmörkunum í dag, þegar einangrun einkennalítilla var stytt í fimm daga úr sjö. Á skemmtistöðum eru enn töluverðar reglur við lýði. Hvort sem var á Prikinu, AUTO eða á Bankastræti Club, voru öll hólf full á skemmtistöðum um helgina en aðeins til miðnættis. „Það voru bara allir í skýjunum. Þannig að fólk er mjög glatt að geta farið loksins aftur út og hitt vini sína og skemmt sér. Ég held að það séu allir komnir með leið á spilakvöldunum,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club. Þótt Birgitta fallist erfitt sé að halda fólki í skefjum þegar það sé að skemmta sér, segir hún að nú sé svo komið að á nær öllum sviðum samfélagsins sé búið að létta á hömlum - nema á klúbbunum. „Veiran er bara hérna, greinilega. En hún hoppar ekki á milli hólfa og kemur ekki fyrr en eftir miðnætti. Við bara vinnum með það sem við höfum,“ segir Birgitta. Draumurinn væri nokkrir tímar í viðbót en þar eru líklega aðrir ákafari en Birgitta, sem hefur allajafna ekki opið nema til um tvö. „Við erum öll saman í spjalli og fólk talar alveg um að þetta sé alveg ágætlega þægilegt. Opnunin styttist, launakostnaður minnkar og fólk bara hagar sér betur. En þetta er samt heldur stutt núna,“ segir Birgitta.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31. janúar 2022 23:30 „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00
Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31. janúar 2022 23:30
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01