„Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 20:30 Sævar ætlar að bjóða sig fram sem formann KSÍ eftir áratug í starfi hjá KA. Vísir/Tryggvi „Þetta kom upp fyrir rúmri viku síðan. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu samband við mig og ýttu mér af stað, var ekki beint með þetta efst í huga,“ sagði Sævar Pétursson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason fyrr í dag. Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn