Katar Norðursins? Sabine Leskopf skrifar 9. febrúar 2022 09:57 Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Katar Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun