Katar Norðursins? Sabine Leskopf skrifar 9. febrúar 2022 09:57 Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Katar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun