Arionbanki ræðst að leigjendum Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun