Fengu innblástur frá Cool Runnings og eru mættir á Vetrarólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 16:32 Jamaíkumenn beittu frumlegum aðferðum við að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika á kórónuveirutímum. Hér er Shanwayne Stephens að ýta bíl með liðsfélaga sinn Nimroy Turgott við stýrið, í Peterborough á Englandi þar sem Stephens býr. Getty/Shaun Botterill Margir muna eftir ævintýri Jamaíkumannanna sem tóku þátt í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988, sem kvikmyndin Cool Runnings fjallar um. Jamaíka á aftur lið í keppninni í ár. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“ Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira