2007... taka tvö? Drífa Snædal skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum. Skemmst er að minnast þess að bankaskattur var lækkaður tilfinnanlega og svo afnuminn alfarið í COVID-faraldrinum því hann þótti svo íþyngjandi fyrir bankana. Einhverjir héldu jafnvel að skattfrelsi bankana myndi skila sér til viðskiptavina þeirra, en því hefur sannarlega farið fjarri, eins og bæði vaxtamunurinn og þjónustugjöld segja til um. Afkomutölur bankanna sýna hversu mikil mistök þetta voru fyrir almenning, en auðvitað gott fyrir hluthafana og hina fáu sem fá nú meira í vasann. Það eru stef í samfélaginu sem minna óneitanlega á aðdraganda hrunsins; bankasala og ofurbónusar og í viðskiptafréttum má lesa um áhyggjur af því að að fyrirtæki erlendis séu að bera víurnar í okkar afburða viðskiptasnillinga og því þurfi þeir hærri laun og meiri bónusa. Á sama tíma hefur launafólk þessara sömu fyrirtækja tekið á sig óvissu, álag og í einhverjum tilvikum kjaraskerðingar í gegnum lækkað starfshlutfall eða vegna uppsagna og endurráðninga á lakari kjörum. Önnur kunnugleg stef frá því fyrir hrun eru hugmyndir um að láta fjármagnseigendur í auknum mæli stýra velferðarþjónustu, nú heitir þetta: „Það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna“. Jú það skiptir máli og við vitum afleiðingarnar af því að fjármagnseigendur eigi að sinna grunnþörfum. Húsnæðismarkaðurinn er gott dæmi þar sem hann hefur of lengi verið leikvöllur fjármagnsins og étið upp launahækkanir þeirra sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Vegna niðurrifs heilbrigðisþjónustunnar er fólk sem hefur fjárráð farið að greiða himinháar upphæðir til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Heilsa, lífslíkur og velferð eru sífellt meira tengd stétt og fjárhag og eftir því sem markaðurinn fær meiru ráðið um grunnþjónustuna verður gjáin dýpri. Blikur eru á lofti um aðbúnað, kjör og lífsgæði fólks. Kjarasamningar eru lausir í haust en fyrir þann tíma þarf að grípa þau heimili sem eru í mestum vanda, hafa ekki notið kjarabóta eða þurft að taka á sig stóraukin útgjöld. Verkalýðshreyfingin er sterkasti málsvari vinnandi fólks og alls almennings. Félagar í stéttarfélögum eiga heimtingu á þau sem eru kjörin til verka að við beitum baráttuafli okkar þar sem þess er þörf en ekki hvert gegn öðru. Stærstu sigrarnir og mestu lífsgæðin koma með samstilltri hreyfingu. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum. Skemmst er að minnast þess að bankaskattur var lækkaður tilfinnanlega og svo afnuminn alfarið í COVID-faraldrinum því hann þótti svo íþyngjandi fyrir bankana. Einhverjir héldu jafnvel að skattfrelsi bankana myndi skila sér til viðskiptavina þeirra, en því hefur sannarlega farið fjarri, eins og bæði vaxtamunurinn og þjónustugjöld segja til um. Afkomutölur bankanna sýna hversu mikil mistök þetta voru fyrir almenning, en auðvitað gott fyrir hluthafana og hina fáu sem fá nú meira í vasann. Það eru stef í samfélaginu sem minna óneitanlega á aðdraganda hrunsins; bankasala og ofurbónusar og í viðskiptafréttum má lesa um áhyggjur af því að að fyrirtæki erlendis séu að bera víurnar í okkar afburða viðskiptasnillinga og því þurfi þeir hærri laun og meiri bónusa. Á sama tíma hefur launafólk þessara sömu fyrirtækja tekið á sig óvissu, álag og í einhverjum tilvikum kjaraskerðingar í gegnum lækkað starfshlutfall eða vegna uppsagna og endurráðninga á lakari kjörum. Önnur kunnugleg stef frá því fyrir hrun eru hugmyndir um að láta fjármagnseigendur í auknum mæli stýra velferðarþjónustu, nú heitir þetta: „Það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna“. Jú það skiptir máli og við vitum afleiðingarnar af því að fjármagnseigendur eigi að sinna grunnþörfum. Húsnæðismarkaðurinn er gott dæmi þar sem hann hefur of lengi verið leikvöllur fjármagnsins og étið upp launahækkanir þeirra sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Vegna niðurrifs heilbrigðisþjónustunnar er fólk sem hefur fjárráð farið að greiða himinháar upphæðir til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Heilsa, lífslíkur og velferð eru sífellt meira tengd stétt og fjárhag og eftir því sem markaðurinn fær meiru ráðið um grunnþjónustuna verður gjáin dýpri. Blikur eru á lofti um aðbúnað, kjör og lífsgæði fólks. Kjarasamningar eru lausir í haust en fyrir þann tíma þarf að grípa þau heimili sem eru í mestum vanda, hafa ekki notið kjarabóta eða þurft að taka á sig stóraukin útgjöld. Verkalýðshreyfingin er sterkasti málsvari vinnandi fólks og alls almennings. Félagar í stéttarfélögum eiga heimtingu á þau sem eru kjörin til verka að við beitum baráttuafli okkar þar sem þess er þörf en ekki hvert gegn öðru. Stærstu sigrarnir og mestu lífsgæðin koma með samstilltri hreyfingu. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun