Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 14:26 Drífa Snædal, segir að Alþýðusamband Íslands hafi frá upphafi faraldursins varað við því að fyrirtæki geti misnotað ríkisstyrki ef þeir væru skilyrðislausir. Tilgangurinn með styrkjunum hafi ekki verið að ríkissjóður myndi greiða eigendum fyrirtækja arð. Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58
Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32